Hlutverk SORPU er m.a. að sinna kynningu á verkefnum fyrirtækisins og þeim umhverfissjónarmiðum sem gilda við meðhöndlun úrgangs. Fræðslustarf SORPU fellur þar undir og er markmið fræðslunnar að auka meðvitund fólks um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs og auðvelda því að vera ábyrgir og vistvænir neytendur.   

SORPA býður upp á fræðsluferðir um fyrirtækið fyrir hópa:

Leik- og grunnskólar 
Hægt að velja á milli þess að koma á skrifstofu SORPU og fá fyrirlestur og skoðunarferð um móttökustöðina (45 mín) eða heimsókn á endurvinnslustöð (30 mín).

Framhalds- og háskólanemar og aðrir hópar 
Fræðslan er sérsniðin að þörfum einstakra hópa. Einnig er boðið upp á fyrirlestra í húsakynnum fyrirtækja eða skóla.

Vinnuskólinn (á sumrin) 
Fræðsla fyrir nemendur og leiðbeinendur vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins (1,5 klst).

Tekið er á móti allt að 30 gestum í fræðslu í einu.  Ef bókuð er skoðunarferð um móttökustöðina verður hópurinn að koma í rútu, á eigin kostnað.
Enginn kostnaður er vegna fræðslunnar (gildir ekki um þekkingarheimsóknir).