Byggðasamlagið SORPA

Kennitala: 510588-1189
Virðisaukaskattsnúmer:15528

SORPA er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna sex á höfuðborgar- svæðinu; Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes, Mosfellsbæjar og Garðabæjar.

Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal hann vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Sömu skilyrði gilda um varamenn sem hver sveitarstjórn tilnefnir.  Kjörtímabil stjórnar er til tveggja ára frá upphafi kjörtímabils sveitarstjórna.  Stjórnarmenn fara með hlutfallslegt atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda þess sveitarfélags sem þeir eru fulltrúar fyrir. Atkvæðavægi endurskoðast í byrjun hvers árs miðað við íbúatölu aðildarsveitarfélags hinn 1. desember árið á undan.

Í stjórn SORPU sitja; 

Birkir Jón Jónsson fyrir Kópavog - formaður
Líf Magneudóttir fyrir Reykjavík - varaformaður
Ágúst Bjarni Garðarson fyrir Hafnarfjörð
Jóna Sæmundsdóttir fyrir Garðabæ
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir fyrir Mosfellsbæ
Bjarni Torfi Álfþórsson fyrir Seltjarnarnes 

Framkvæmdastjóri er Björn H. Halldórsson.

Stofnsamningur
Í stofnsamningi kemur fram að tilgangur byggðasamlagsins sé að annast meðhöndlun úrgangs sbr. lög nr. 55/2003 fyrir sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem öll eru stofnaðilar að því.

SORPA er starfsleyfisskylt fyrirtæki og er starfsleyfi veitt í samræmi við ákvæði 20. greinar reglugerðar nr. 785/1999 um atvinnustarfsemi sem getur haft í för með sér mengun, samanber lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfi nær til staðsetningar, eðli og umsvifa starfseminnar.

Starfsleyfisgjafi  og eftirlitsaðili fyrir móttöku og flokkunarstöðina í Gufunesi er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og fyrir urðunarstaðinn í Álfsnesi er það Umhverfisstofnun.

Starfsleyfi og eftirlit með endurvinnslustöðvum SORPU veita: 
Í Reykjavík: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Í Kópavogi og Garðabæ: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Í Mosfellsbæ: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.