Sækja um starf hjá SORPU

Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og því leggur SORPA áherslu á að efla starfsfólk í starfi og hlúa að vellíðan þess. Boðið er upp á fjölskylduvænt starfsumhverfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli starfs og einkalífs. Fyrirtækið tryggir jafnan rétt fólks til starfa óháð kyni og er vottað samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.

SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.

Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði.