Styrkir og auglýsingabeiðnir

Ekki er tekið á móti beiðnum um styrki hjá SORPU en unnt er að sækja um styrki hjá Góða hirðinum. Verkefni þurfa þó að uppfylla ákveðnar forsendur, sem sjá má nánari upplýsingar um í umsóknareyðublaði. 

Logo SORPU og Góða hirðisins eru sett fram á tiltekinn skilgreindan hátt. Notkun á þeim er heimil með þeim skilyrðum sem hér er greint frá:

  • Ekki má breyta letri, lit né slíta það í sundur eða breyta uppsetningu.
  • Alltaf skal gæta þess að logoið fái notið sín og má aldrei fylla upp í flötinn sem það kemur á.
  • Logo SORPU er í lit, svartir stafir með tvílitum hring. Einnig má nota það alveg hvítt á dökkum grunni og alveg svart á ljósum grunni.
  • Logo Góða hirðisins er í lit, svartir stafir með grænum hring. Logoið skal alltaf vera á hvítum grunni.