Styrkir og auglýsingabeiðnir


SORPA styrkir fjölmörg málefni á hverju ári, aðallega á sviði góðgerðar- og umhverfismála. Hér getur þú fyllt út styrkumsókn og auglýsingabeiðni en slíkar umsóknir eru teknar fyrir að meðaltali einu sinni í viku. Vegna fjölda beiðna sem berast fyrirtækinu er ekki unnt að verða við þeim öllum.


Logo SORPU og Góða hirðisins eru sett fram á tiltekinn skilgreindan hátt. Notkun á þeim er heimil með þeim skilyrðum sem hér er greint frá:

  •  Ekki má breyta letri, lit né slíta það í sundur eða breyta uppsetningu
  • Alltaf skal gæta þess að logoið fái notið sín og má aldrei fylla upp í flötinn sem það kemur á
  • Logo SORPU er í lit, svartir stafir með tvílitum hring. Einnig má nota það alveg hvítt á dökkum grunni og alveg svart á ljósum grunni
  • Logo Góða hirðisins er í lit, svartir stafir með grænum hring. Logoið skal alltaf vera á hvítum grunni