Gæðavottun ISO 9001
Á 20. starfsafmælinu sínu árið 2011 fagnaði SORPA vottun á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 staðli og var fyrsta fyrirtækið á  Íslandi á sviði úrgangsstjórnunar til þess. Vottunin er staðfesting á faglegum og öguðum vinnubrögðum starfsmanna SORPU við móttöku, meðhöndlun og ráðstöfun úrgangs.
Í tengslum við uppbyggingu gæðastjórnunarkerfisins var unnið að hönnun og upptöku nýs heildstæðs vörunúmerakerfis fyrir fyrirtækið með áherslu á að mæta kröfum um rekjanleika úrgangs. 

Umhverfisvottun ISO 14001 
SORPA lauk innleiðingu á ISO 14001, sem er alþjóðlegur staðall fyrir umhverfisstjórnunarkerfi í lok árs 2014. Staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta SORPU og byggir á sama grunni og ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn.  Staðallinn gerir kröfu um að áætlunum og verklagsreglum í umhverfismálum sé fylgt og að skráning og vistun upplýsinga uppfylli skilyrði. 

Jafnlaunavottun ÍST 85
Árið 2014 hlaut SORPA jafnlaunavottun VR og hefur síðan þá verið með vottað jafnlaunakerfi. Er það staðfesting á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85.  Þannig er tryggt að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafn verðmæt störf sé ekki mismunað í launum.

Svansvottun
Árið 2016 hlaut íslenska eldsneytið metan norræna umhverfismerkið Svaninn og var þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun. Umhverfismerkið tekur til alls lífsferils metans sem framleitt er af SORPU og er m.a. staðfesting á að framleiðsla og notkun eldsneytisins stuðlar að lágmarks losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er orkunotkun í framleiðsluferlinu haldið í lágmarki og komið í veg fyrir sóun eins og kostur er. Vottunin er háð því að eldsneytið mæti sjálfbærniviðmiðunum Evrópureglugerðar um endurnýjanlega orkugjafa og kröfum um gæði eldsneytisins.