Versa vottun hefur vottað samþætt stórnkerfi SORPU samkvæmt fjórum stjórnunarstöðlum:

  • ISO 9001 um gæði þjónustunnar sem SORPA veitir og gæði varanna sem SORPA framleiðir
  • ISO 14001 um stjórnun umhverfisáhrifa af starfsemi SORPU
  • ISO 45001 um heilbrigði og öryggi fólks sem kemur að starfsemi SORPU (þ.m.t. starfsfólk, verktakar og viðskiptavinir)
  • ÍST 85 um jöfn laun starfsfólks SORPU fyrir jafnverðmæt störf

Vottunarmerki Versa vottunar hafa tilvísun í Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, því litirnir í þeim vísa til þeirra heimsmarkmiða sem SORPA hefur valið að eigi best við starfsemi sína.  Sjá nánar í krækju í heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hér að ofan.

  • ISO 9001 vísar til heimsmarkmiðs nr. 9 Nýsköpun og uppbygging
  • ISO 14001 vísar til heimsmarkmiðs nr. 12 Ábyrg neysla og framleiðsla
  • ISO 45001 vísar til heimsmarkmiðs nr. 3 Heilsa og vellíðan
  • ÍST 85 vísar til heimsmarkmiðs nr. 5 Jafnrétti kynjanna.

Metangas framleitt af SORPU er með Svansvottun sem staðfestir að framleiðsla og notkun metangass sem eldsneytis stuðlar að lágmarks losun gróðurhúsalofttegunda.